Níu leikir fóru fram í dag og í kvöld í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna.

Í 16 liða úrslitum karla lagði Valur Hrunamenn, Skallagrímur vann Snæfell, Keflavík sló út Fjölni og Stjarnan hafði betur gegn ÍR.

Í 16 liða úrslitum kvenna kom fyrstu deildar lið Snæfells á óvart með því að slá út Breiðablik, Keflavík kjöldró Tindastól, Stjarnan sló úr Þór Akureyri, Njarðvík vann Aþenu og bikarmeistarar Hauka báru sigurorð af sameinuðu liði Hamars og Þórs.

Úrslit dagsins

VÍS bikar karla – 16 liða úrslit

Valur 94 – 73 Hrunamenn

Snæfell 66 – 95 Skallagrímur

Keflavík 85 – 77 Fjölnir

Stjarnan 97 – 73 ÍR

VÍS bikar kvenna – 16 liða úrslit

Snæfell 68 – 65 Breiðablik

Keflavík 88 – 52 Tindastóll

Stjarnan 93 – 84 Þór Akureyri

Aþena 32 – 83 Njarðvík

Haukar 104 – 61 Hamar/Þór