Undir 15 ára lið Stjörnunnar mun á þessu tímabili taka þátt í Evrópukeppni félagsliða.

Mörg allra sterkustu lið árgangsins taka þátt í mótinu, en Stjarnan er í riðil með SISU frá Danmörku, NABA frá Írlandi og AKdemie frá Frakklandi. Deildin er svo tvískipt þar sem að 16 lið eru í norðurhluta keppninnar og 35 í suðurhlutanum.

Leiknir verða 15 leikir í deild keppninnar og komast þaðan átta lið í úrslitakeppni næsta vor.

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar verða í Tallinn í Eistlandi dagana 21. til 23. október.

Hérna er heimasíða keppninnar

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá fyrsta leik liðsins í keppninni sem hefst kl. 10:30.