ÍR hefur sagt upp samningi sínum við hinn bandaríska Tylan Birts. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Tylan náði aðeins einum deildarleik fyrir félagið, en það var sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway deildarinnar. Þar skilaði hann 23 stigum, 16 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Ekkert er tekið fram um ástæður þess að leikmaðurinn yfirgefi félagið í fréttatilkynningunni, en þar segir að uppsögnin hafi verið sameiginleg ákvörðun leikmanns og félags. Þá er einnig tekið fram að annar bandarískur leikmaður muni koma í stað Tylan.