Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag fyrir Murcia í ACB deildinni á Spáni, 64-81.

Leikurinn sá annar sem liðið leikur í deildarkeppninni þetta tímabilið, en þeim fyrsta töpuðu þeir einnig gegn Obradoiro.

Á rúmum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 2 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza í deildinni er þann 8. október gegn Gran Canaria.

Tölfræði leiks