Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola þriggja stiga tap í kvöld fyrir Fuenlabrada í ACB deildinni á Spáni, 79-82.

Zaragoza hafa farið heldur illa af stað í deildinni á tímabilinu, eru í neðsta sæti hennar, enn án sigurs eftir fyrstu fimm leikina.

Tryggvi lék rúmar 14 mínútur í leiknum og skilaði 8 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu, en hann var sá leikmaður liðsins sem var með hæstu +/- tölu leiksins, en þær mínútur sem hann spilaði vann liðið með 12 stigum.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 29. október gegn Joventut Badalona.

Tölfræði leiks