Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu BMS Herlev í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 72-77.

AKS eru eftir leikinn einar í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðirnar með fimm sigra.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði Þóra Kristín 23 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var stigahæst í liði AKS í leiknum.

Næsti leikur Þóru og AKS er þann 8. nóvember gegn Aabyhoj.

Tölfræði leiks