Þóra Kristín Jónsdóttir og meistarar AKS Falcon í Danmörku lögðu Åbyhøj IF nokkuð örugglega í dag í dönsku úrvalsdeildinni, 43-73. AKS heldur því sigurgöngu sinni áfram frá síðasta tímabili, en þær hafa unnið þrjá fyrstu leiki deildarkeppninnar í ár.

Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra 15 stigum, frákasti, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Þóru og AKS er þann 23. október gegn BK Amager.

Tölfræði leiks