Sex leikir fóru fram í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í kvöld.

Sindri gaf viðureign sína gegn ÍR, Keflavík lagði Álftanes, Selfoss vann ÍA, Stólarnir unnu Hauka, Njarðvík lagði Þrótt frá Vogum og Valur bar sigurorð af Breiðablik.

Viðureignir 32 og 16 liða karla og kvenna

Úrslit kvöldsins

VÍS bikar karla

Sindri 0 – 20 ÍR

Álftanes 75 – 94 Keflavík

ÍA 63 – 77 Selfoss

Tindastóll 88 – 71 Haukar

Njarðvík 110 – 77 Þróttur Vogum

Valur 111 – 90 Breiðablik