Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í kvöld.

Grindavík lagði Ármann í HS Orku Höllinni, Höttur bar sigurorð af heimamönnum á Selfossi og á Meistaravöllum vann KR lið Hamars.

Þá er ljóst hver sjö liðanna eru sem munu leika í átta liða úrslitum keppninnar, en enn er beðið eftir því að vita hver andstæðingur Njarðvíkur verður í 16 liða úrslitunum, Haukar eða Tindastóll.

Liðin sem komin eru áfram:

KR

Grindavík

Keflavík

Höttur

Stjarnan

Skallagrímur

Valur

Njarðvík/Tindastóll/Haukar

Úrslit kvöldsins

VÍS bikar karla – 16 liða úrslit

Grindavík 109 – 101 Ármann

Selfoss 83 – 92 Höttur

KR 79 – 66 Hamar