ÍR-ingar hafa gengið frá samningum við hinn bandaríska Taylor Johns, en Johns kemur til liðsins í stað Tylon Burts, sem sendur var heim nýverið.

Johns, sem er 28 ára miðherji, lék síðast með liði Lucenec í Slóvakíu en hefur einnig leikið í Ísrael, Grikklandi, Mexíkó og Finnlandi.

ÍR-ingar segja frá því á Facebook-síðu sinni að vonast sé til að Johns mæti til landsins í næstu viku.