Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius töpuðu í kvöld fyrsta leik sínum í stærstu félagsliðakeppni FIBA í Evrópu, Meistaradeildinni.

Rytas héldu til eyjarinnar fögru, Tenerife, þar sem þeir öttu kappi við heimamenn í Lenovo Tenerife. Svo fór að heimamenn unnu öruggan 89-74 sigur, og halda litháísku meistararnir því tómhentir heim frá Tene.

Elvar lék í 14 mínútur í liði Rytas og skoraði 5 stig.