Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er aftur genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Þór í Þorlákshöfn samkvæmt heimildum Körfunnar.

Styrmir Snær yfirgaf liðið og fór til Davidson í bandaríska háskólaboltanum fyrir síðasta timabil og lék þar allt 2021-22 tímabilið. Þar áður hafði hann átt frábært tímabil með Þór, þar sem hann var lykilmaður í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins 2020-21, en þá skilaði hann 15 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Styrmir mun vera kominn aftur í búning Þórs og klár fyrir átökin gegn Haukum kl. 20:15 í kvöld í Subway deildinni.

Frá upphitun fyrir leik kvöldsins í Ólafssal