Sex leikir fara fram í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í kvöld.

ÍR heimsækir Sindra á Höfn í Hornafirði, Álftanes fær Keflavík í heimsókn, ÍA og Selfoss eigast við á Akranesi, Tindastóll fær Hauka í heimsókn, Njarðvík mætir grönnum sínum Þrótti úr Vogum í Ljónagryfjunni og í Origo Höllinni eigast við Valur og Breiðablik.

Viðureignir 32 og 16 liða karla og kvenna

Leikir dagsins

VÍS bikar karla

Sindri ÍR – kl. 19:15

Álftanes Keflavík – kl. 19:15

ÍA Selfoss – kl. 19:15

Tindastóll Haukar – kl. 19:15 – Í beinni útsendingu RÚV

Njarðvík Þróttur Vogum – kl. 19:15

Valur Breiðablik – kl. 19:15