Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola tap í dag fyrir Schio í Serie A1 deildinni á Ítalíu, 103-69.

Faenza eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 10 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Faenza er þann 6. nóvember gegn Sassari.

Tölfræði leiks