Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza lögðu Brixia fyrr í dag í þriðju umferð Serie A1 deildarinnar á Ítalíu, 82-66.

Faenza höfðu tapað viðureignum fyrstu tveggja umferða, svo að sigurinn í dag var þeirra fyrsti í deildarkeppninni.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 9 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Söru og Faenza í deildinni er þann 15. október gegn San Giovanni Valdarno.

Tölfræði leiks