Njarðvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann í stað Philip Jalalpoor, sem yfirgaf herbúðir liðsins nýverið. Nicolas Richotti hefur ákveðið að taka slaginn í Ljónagryfjunni í vetur. Richotti er Njarðvíkingum vel kunnugur, en Argentínumaðurinn lék með liðinu á síðasta tímabili og skilaði 14,4 stigum og 5,2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Richotti gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Njarðvíkingar taka á móti Tindastól næstkomandi föstudagskvöld.