Hrunamenn lögðu Ármann heima á Flúðum í gærkvöldi í fyrstu deild karla, 96-83. Sigurinn var sá fyrsti hjá Hrunamönnum í fyrstu þremur umferðum deildarinnar á meðan að Ármann hafði unnið fyrstu tvo leiki sína.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ólaf Þór Jónsson þjálfara Ármanns eftir leik á Flúðum. Tapið í gærkvöldi var það fyrsta sem Ármann tapar í deild síðan að hann tók við liðinu, en þeir höfðu farið taplausir í gegnum 2. deildina á síðustu leiktíð og hafið þetta tímabil á tveimur sigrum.

Viðtal / Matthías Bjarnason