Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun ekki leika með Grindavík í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í kvöld gegn Ármanni samkvæmt heimildum Körfunnar.

Samkvæmt heimildum mun Jón mögulega vera á útleið aftur frá félaginu, en hann hefur síðustu ár leikið á meginlandi Evrópu með liðum á ítalíu og í Þýskalandi. Ljóst er að ef af verður mun vera um mikla blóðtöku að ræða fyrir Grindavík, en í þeim tveimur leikjum sem Jón náði með félaginu á þessu tímabili skilaði hann 18 stigum, 6 frák-stum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik.