Lykilleikmaður 3. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Hauka Norbertas Giga.

Í nokkuð öruggum sigurleik nýliða Hauka gegn KR á Meistaravöllum var Norbertas besti leikmaður vallarins. Á tæpri 29 mínútu spilaðri skilaði hann 30 stigum, 13 fráköstum, stoðsendingu, 2 stoðsendingar og vörðu skoti. Þá var hann frekar skilvirkur í leiknum, með 4 af 4 í þristum, 65% heildarskotnýtingu og 34 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

  1. umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik
  2. umferð – Dedrick Deon Basile / Njarðvík
  3. umferð – Norbertas Giga / Haukar