Lykilleikmaður 7. umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Vals Kiana Johnson.

Í nokkuð sterkum sigur leik Valskvenna á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Ljónagryfjunni var Kiana besti leikmaður vallarins. Á tæpum 38 mínútum spiluðum skilaði hún 30 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá var hún nokkuð skilvirk í leiknum, með aðeins tvo tapaða bolta, 50% þriggja stiga nýtingu og 35 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

  1. umferð – Danielle Rodriguez / Grindavík
  2. umferð – Keira Robinson / Haukar
  3. umferð – Daniela Wallen Morillo / Keflavík
  4. umferð – Aliyah Collier / Njarðvík
  5. umferð – Kiana Johnson / Valur
  6. umferð – Eva Margrét Kristjánsdóttir / Haukar
  7. umferð – Kiana Johnson / Valur