Lykilleikmaður fyrstu umferðar Subway deildar karla var leikmaður Breiðabliks Everage Lee Richardson.

Í nokkuð öruggum sigri Blika á Þór í Þorlákshöfn var Everage besti leikmaður vallarins. Á tæpri 31 mínútu spilaðri skilaði hann 28 stigum, 9 fráköstum, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá var hann einnig nokkuð skilvirkur í leiknum, með rúmlega 70% tveggja stiga nýtingu og 29 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

  1. umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik