Lykilleikmaður 4. umferðar Subway deildar karla var leikmaður KR Dagur Kár Jónsson.

Í gífurlega mikilvægum fyrsta sigur KR í vetur eftir framlengdan leik gegn Þór í Þorlákshöfn var Dagur Kár besti leikmaður vallarins. Á 37 mínútum spiluðum skilaði hann 35 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, þar sem að hann reyndist liðinu sérstaklega mikilvægur undir lok framlengingarinnar. Þá var hann nokkuð skilvirkur, með yfir 90% vítanýtingu, 50% úr djúpinu og með 34 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

  1. umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik
  2. umferð – Dedrick Deon Basile / Njarðvík
  3. umferð – Norbertas Giga / Haukar
  4. umferð – Dagur Kár Jónsson / KR