Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap í kvöld fyrir Heroes Den Bosch í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi.

Eftir leikinn er Aris í 6. sæti deildarinnar með einn sigur og tvö töp eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Á 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 12 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Aris er komandi fimmtudag 20. október gegn Limburg.

Tölfræði leiks