Álftanes lagði Selfoss í kvöld í fyrstu deild karla, 97-91.

Álftnesingar eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með þrjá sigra eftir fyrstu þrjár umferðirnar líkt og Sindri. Selfyssingar eru hinsvegar í neðri hluta töflunnar með aðeins einn sigur í fyrstu þremur leikjunum.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Kjartan Atla Kjartansson þjálfara Álftanes eftir leik í Forsetahöllinni. Sérstaklega kemur til tals í viðtalinu frammistaða bakvarðar Álftanes Dúa Þórs Jónssonar, en hann skilaði 35 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum á rúmum 36 mínútum spiluðum.

Viðtal / Gunnar Bjartur