Valur lagði Breiðablik í kvöld í þriðju umferð Subway deildar karla, 99-90. Eftir leikinn eru bæði lið búin að sigra tvo leiki og tapa einum eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Kára Jónsson leikmann Vals eftir leik í Origo Höllinni. Kári átti virkilega flottan leik fyrir Íslandsmeistarana í kvöld, skilaði 17 stigum, 5 fráköstum og 10 stoðsendingum á rúmum 34 mínútum spiluðum.

Viðtal / Oddur Ólafsson