Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á leiðinni frá Grindavík í Subway deildinni til Pesaro á Ítalíu samkvæmt vefmiðlinum Basket Marche þar í landi.

Jóni er hugsað að koma í stað meidds leikmanns Matteo Tambone hjá liðinu, sem þjálfað er af Jasmin Repesa, en það er sami þjálfari og samdi við hann síðast þegar hann fór til Ítalíu til Fortitudo Bologna. Samningur Jóns við félagið er sagður tímabundinn, en þó sé hann framlengjanlegur út 2022-23 leiktíðina.

Um mikla blóðtöku að ræða fyrir Grindavík, en í þeim tveimur leikjum sem Jón náði með félaginu á þessu tímabili skilaði hann 18 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Pesaro er staðsett í Marche á Ítalíu og leikur í Serie A, efstu deild ítalska boltans.