Njarðvíkingar hafa slitið samstarfi sínu við Þjóðverjann Philip Jalalpoor sem hóf leiktíðina með liðinu í Subway-deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jalalpoor lék einn leik með Njarðvíkingum í Subway-deildinni, tapleik gegn ÍR í fyrstu umferð, en var ekki í leikmannahóp liðsins í sigri á Hetti í gærkvöldi. Í eina leik sínum skoraði Jalalpoor 7 stig og tók 2 fráköst.