Íslandsmeistarar Vals hafa samið við Ozran Pavlovic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Ozran er 28 ára, 203 cm króatískur framherji sem kemur til liðsins frá Kralovsti Sokoli í Tékklandi, en á níu ára feril sem atvinnumaður hefur hann einnig leikið fyrir lið í Bosníu og heimalandinu Króatíu.

Leikmaðurinn hefur þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið, en á rúmum 27 mínútum spiluðum í sigri Íslandsmeistaranna á Stjörnunni í meisturum meistara skilaði hann 14 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.