Íslandsmeistarar Njarðvíkur lögðu Fjölni í Dalhúsum í kvöld í þriðju umferð Subway deildar kvenna, 95-84. Það sem af er hefur Njarðvík því unnið tvo leiki og tapað einum á meðan að Fjölnir hefur unnið einn og tapað tveimur.

Stigahæst fyrir Njarðvík í kvöld var Aliyah Collier með 27 stig og þá bætti Lavinia da Silva við 19 stigum.

Fyrir heimakonur í Fjölni var Taylor Jones atkvæðamest með 30 stig og Urte Slavickeite henni næst með 26 stig.

Bæði lið eiga leik næst þann 12. október. Njarðvík mæta nýliðum ÍR í Breiðholti á meðan að Fjölnir og Breiðablik eigast við í Smáranum.

Tölfræði leiks