Sindramenn hafa gefið viðureign sína gegn ÍR-ingum í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla, en leikur liðanna átti að fara fram á Hornafirði í kvöld. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ í morgun.

ÍR-ingar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir 0-20 sigur en Sindri er úr leik.