Hilmar Pétursson og félagar í Muenster máttu þola framlengt tap í dag fyrir Phoenix Hagen í opnunarleik sínum í Pro A deildinni í Þýskalandi, 88-81.

Á rúmum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 8 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Muenster í deildinni er þann 8. október gegn VfL Kirchheim Knights.

Tölfræði leiks