Einn leikur fer fram í Subway deild kvenna í kvöld og fjórir í Subway deild karla.

Í Subway deild kvenna er það lokaleikur þriðju umferðar, viðureign Vals og nýliða ÍR í Origo Höllinni. Fyrir leik kvöldsins hefur Valur unnið einn leik og tapað einum á meðan að ÍR hefur tapað báðum sínum.

Staðan í Subway deild kvenna

Í Subway deild karla tekur Þór á móti Breiðablik í Þorlákshöfn, KR og Grindavík eigast við á Meistaravöllum, í Breiðholti mætir ÍR liði Njarðvíkur og í Origo Höllinni eigast við Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan.

Leikir dagsins

Subway deild kvenna

Valur ÍR – kl. 18:00

Subway deild karla

Þór Breiðablik – kl. 18:15

KR Grindavík – kl. 19:15

ÍR Njarðvík – kl. 19:15

Valur Stjarnan – kl. 20:15