Körfuboltastrákar úr 9.flokki í Stjörnunni skelltu sér til Tallinn í Eistlandi um síðastliðna helgi. Haldið var þangað til að taka þátt í Evrópukeppni ofurliða, þetta var fyrsta helgin af amk 3 í vetur. Andstæðingarnir voru lið með öllum sterkustu leikmönnum Norður-Evrópu. Liðin voru flest samansett úr 2-3 liðum. Leiknir voru 5 leikir á 3 dögum.

Fyrsti leikurinn var á föstudaginn gegn Tartu/KVL, mikið stress var í strákunum og við nýttum ekki auðveld færi og náðum ekki að taka fráköst. Leikurinn tapast 52-82. Pétur Harðarson átti skínandi leik og var með 26 stig. Annar leikurinn á föstudeginum var á móti blönduðu finnsku liði, sá leikur tapaðist eftir mikla baráttu 57-74. Þessi leikur einkenndist áfram af skorti á fráköstum og færanýtingu. Pétur var með 18 stig, Jakob Kári Leifsson 17 stig og 5 stoðsendingar og Steinar Rafn Rafnarsson með 10 stig. Marinó Gregers Oddgeirsson með 7 fráköst.  Stressið var byrjað að fara af mannskapnum en þreytan kom í staðinn. Svekkjandi tap og andstæðingarnir lið sem við eigum að vinna á góðum degi.  Eftir leik þá brunuðum við í mat á Old Irish pub þar sem við vorum í fæði alla helgina. Eftir það þá kíktum við aðeins niður í gamla bæinn í Tallinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Dagur 2 hófst á morgunverði á Susi hótelinu. Hótelið hýsti flest liðin á mótinu og restin af herbergjunum voru nýtt af flóttafólki frá Úkraníu. Þriðji leikurinn var gegn gömlu samherjum Orra Gunnars í PuHu, Kalle þjálfari þeirra var hress og kátur og sagði mér að bestu Finnsku strákarnir kæmu allir í hans lið. Við fengum að kynnast því, Andrej Pavlovic 207 cm og 120+ kg og Olli Laitinen 195 cm skotmaður. Eftir frábæran fyrrihálfleik þar sem við vorum yfir 20-16 lentum við á vegg sem heitir Andrej.Þeir tóku 9-0 kafla í byrjun seinnihálfleiks og kláruðu leikinn. Þeir unnu 51-35.  Finnarnir tóku 55 fráköst á móti 31 hjá okkur, sem kom í veg fyrir að við náðum að keyra upp hraðann sem hentar okkur best enda með mjög lávaxið lið í þessu móti. Pétur með 12 stig, Jakob 9 stig og  Viktor Máni Ólafsson 6 fráköst. Þriðja tapið og stemmingin aðeins farin að minnka. Tókum samstöðufund og hristum liðið saman, skelltum okkur í mat á Old Irish og komum strax aftur í höllina. Einbeitingin skein úr andlitum drengjanna því ekki ætluðum við að fara heim á sigurs. TalTech/Altius sem er risastór körfuboltaskóli í Tallinn (426þ manna höfuðborg Eistlands). Leikurinn spilaðist hraðar en aðrir leikir sem hentar okkur mjög vel. Unnum sanngjarnan 76-70 sigur. Pétur með 24 stig og 10 fráköst, Jakob 21 stig,5 stoð og 6 fráköst, Dagur Snorri Þórsson 14 stig og 7 fráköst.

Dagur 3, morgunmatur og síðan beint út í höll (seinasti var færðu í skóla sal). Andstæðingurinn var þekkt stærð, Sisu frá Danmörku, spiluðum við þá á Scania Cup og töpuðum þar 42-63. Leikurinn núna var mikið jafnari og í fyrrihálfleik þá vorum við mikið betri en nýttum ekki fjölmörg dauðafæri og vorum 29-37 undir í hálfleik. Seinnihálfleikurinn var bölvaður barningur þar sem okkar menn voru bara bensínlausir. Þreytan tók yfir og leikurinn endaði með 48-59 stiga tapi. Pétur 17,9, Jakob 15,7,6, Viktor 8 ,8 og 3 varinn skot. 

Pétur var valinn besti leikmaður okkar og var næst stigahæstur í þessa helgina hjá öllum 16 liðunum með 19.4 stig að meðaltali í leik. Jakob Kári var stoðsendingahæstur af öllum leikmönnum þessara 16 liða með 5.8 stoðsendingar að meðaltali. Allar upplýsingar er hægt að sjá á eybl.lv u15 Norðurdeild.           

Fyrstu 5 leikirnir búnir og 10 leikir eftir í deildarkeppninni. Við munum spila í janúar í Vilnius, Litháen og svo í Sopot, Póllandi í mars. Við erum fyrsta íslenska lið körfuboltaliðið sem tekur þátt í Evrópukeppni ofurliða ungmenna og erum stoltir af því. 

Umfjöllun / Leifur Steinn

ps. Ef þið viljið styrkja drengina þá er það hægt, skattaafsláttur í boði.

Reikningur Stjörnunnar: Þurfum að merkja framlagið, v. Karfa 2008 EYBL

511093-2449

0546-14-411411