Breiðablik lagði heimamenn í Þór Þorlákshöfn í kvöld í fyrsta leik tímabilsins í Subway deild karla, 100-111.

Atkvæðamestur fyrir Þór í leiknum var Alonzo Walker með 28 stig og 10 fráköst, en honum næstur var Adam Rönnqvist með 20 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Blika var það Everage Richardson sem dró vagninn með 28 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum og Clayton Ladine bætti við 20 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Breiðablik á leik næst þann 13. október gegn KR í Smáranum á meðan að Þór mætir Haukum degi seinna í Ólafssal í Hafnarfirði.

Tölfræði leiks