Grindavík hefur samkvæmt heimildum Körfunnar sagt upp samningi sínum við bakvörðinn Evangelos Tzolos.

Evangelos kom til Grindavíkur fyrir yfirstandandi leiktíð, en í fjórum leikjum í deild fyrir félagið hefur hann skilað 8 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á að meðaltali tæpum 18 mínútum spiluðum í leik fyrir.

Grindavík er sem stendur í 6. sæti Subway deildarinnar með tvo sigra og tvö töp það sem af er tímabili.