Elvar Már Friðriksson og Rytas unnu sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Prienai í dag í LKL deildinni í Litháen, 66-89.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 4 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var ásamt tveimur öðrum leikmönnum stoðsendingahæstur í liði Rytas.

Það sem af er byrjun tímabils er Rytas eitt fimm liða sem hefur unnið alla leiki sína, en næst leika þeir gegn Nevezis þann 10. október.

Tölfræði leiks