KR hefur samið við bakvörðinn EC Matthews um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

EC er 196cm, 27 ára bandarískur bakvörður sem á síðustu leiktíð lék fyrir Grindavík í Subway deildinni, en þar skilaði hann 21 stigi að meðaltali í leik. EC mun koma í stað Michael Mallory, sem mun leika sinn síðasta leik fyrir KR gegn Þór næsta föstudag.