Íslandsmeistarar Vals hafa á nýjan leik samið við framherjann Callum Lawson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili.

Callum kom upphaflega til Keflavíkur tímabilið 2019-20, varð svo Íslandsmeistari með Þór tímabilið eftir, 2020-21 og vann titilinn aftur með Val á því síðasta, 2021-22.

Fyrir þetta tímabil hafði hann samið við JA Vichy í Frakklandi, en var á dögunum leystur undan samningi þar og er því kominn aftur í raðir Íslandsmeistara Vals.