Skallagrímur lagði Hrunamenn í gærkvöldi á Flúðum í fyrstu deild karla, 94-113. Eftir leikinn er Skallagrímur í 4. sæti deildarinnar með 6 stig á meðan að Hrunamenn eru í 7. sætinu með 4 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikmann Skallagríms eftir leik á Flúðum. Björgvin Hafþór var Hrunamönnum illviðráðanlegur í leiknum, skilaði 29 stigum, 14 fráköstum og 8 stoðsendingum.