Bandaríkin tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í dag er liðið lagði Kína í úrslitaleik í Ástralíu, 83-61.
Bandaríska liðið náði að byggja upp forystu sína jafnt og þétt út leikinn, þar sem þær leiddu með 10 stigum í hálfleik og 21 stigi fyrir lokaleikhlutann.
Atkvæðamest fyrir Bandaríkin í leiknum var Chelsea Gray með 10 stig, 4 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Henni næst var A´Ja Wilson með 19 stig og 5 fráköst.
Fyrir Kína var það Yueru Li sem dró vagninn með 19 stigum og 12 fráköstum.
Með sigrinum hélt sigurganga liðsins áfram og hafa þær nú unnið 30 leiki í röð. Aðeins eitt lið hefur unnið fleiri leiki í röð í sögu FIBA, en lið Sovétríkjanna vann alla sína leiki frá árinu 1959 til ársins 1986, eða 56 talsins.