Aukasendingin fékk Hraunar Karl Guðmundsson og Sæbjörn Steinke í heimsókn til þess að ræða fréttir vikunnar, stóra bikarmálið, breytingar á leikmannahópum liða og margt fleira. 

Öllum liðum í Subway deild karla er gefin einkun fyrir byrjunina á tímabilinu, þar sem til er talið eitthvað gott og eitthvað vont fyrir hvert einasta lið. Þá er undir lokin minnt á mikilvæga leiki sem landsliðið leikur nú laust eftir komandi mánaðarmót, heima gegn Georgíu og úti gegn Úkraínu.

Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.