Ari Gunnarsson hefur látið af störfum sem þjálfari nýliða ÍR í Subway deild kvenna samkvæmt heimildum mbl.is. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Ari sjálfur hafa sagt starfinu lausu, en liðið hafði byrjað tímabilið á sex tapleikjum í röð þar sem að leikirnir voru að tapast með 24 stigum að meðaltali.

Ekki er ljóst á þessari stundu hver verður arftaki Ara hjá félaginu, en næsti leikur þeirra er annað kvöld kl. 18:15 gegn Grindavík í HS Orku Höllinni.