Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante máttu þola tap í gær fyrir Cantabria í Leb Oro deildinni á Spáni, 76-70. Leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í deildinni í vetur, en næst leika þeir gegn Albacete þann 11. október. Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór 4 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Tölfræði leiks