Leikmaður Tindastóls Adomas Drungilas hefur verið dæmdur í eins leiks bann af úrskurða og aganefnd KKÍ, en hann var rekinn útúr húsi fyrir brot sitt í tapi liðsins í fyrstu umferð Subway deildar karla í Keflavík síðasta föstudag. Adomas mun því ekki vera með Stólunum í leik kvöldsins gegn ÍR.

Agamál 15/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Adomas Drungilas, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Tindastóls, Subwaydeild karla, sem fram fór 7. október 2022.