Valur lagði Þór í lokaleik Icelandic Glacial æfingamótsins í Þorlákshöfn í kvöld, 78-82. Valur endaði því í 3. sæti mótsins með einn sigur og tvö töp á meðan að Þór hafnaði í 4. sætinu með þrjá tapaða leiki.

Fyrr í kvöld hafði Breiðablik tryggt sér sigur á mótinu með því að leggja Njarðvík í úrslitaleik.

Atkvæðamestur fyrir Val í kvöld var Pablo Bertone með 27 stig og 9 stoðsendingar. Fyrir Þór var Alonzo Walker með 14 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks