Valsstúlkur tók í gærkveldi á móti Boet Mataró sem leikur í spænsku 2 deil. Spilað var á nokkuð litlum velli þar sem 3 stiga gamla línan var við völd. Valur spilaði á öllum sínum leikmönnum og voru 20 stigum yfir í hálfleik. Lið Mataró mætti miklu betur stemmt til leiks í síðari hálfleik, pressuðu stíft og komu Val aðeins í opna skjöldu. Valur sigldi samt sem áður sigri í höfn 73 – 62. Kiana var atkvæðamest í Val með 18 stig og Elín Sóley 14 stig.

Það er skammt stórra högga á milli í svona æfingaferðum því strax í morgun mættu stelpurnar liði Barcelona. Liðið leikur í efstudeildinni á Spáni (Primeradivision LF ENDESA) og eru leikmenn sem hafa leikið fjölmarga Evrópuleiki ásamt ungum og efnilegum leikmönnum. Barcelona vann leikinn 77 – 66.

Valur átti nokkuð góðan leik og stóð vel í leikmönnum Barcelona. Skemmtilegur leikur fyrir stelpurnar að kljást við svona gott lið fyrir komandi átök í vetur. Simone var atkvæðamest í stigaskori hjá Val með 19 stig, Kiana með 14 og Elín 7. Stelpurnar koma svo heim á sunnudag.

Tölfræði leiksins gegn Barcelona má sjá hér fyrir neðan ásamt nokkrum myndum frá leikjunum tveimur: