Í tengslum við Pollamót Þórs í körfuknattleik laugardaginn 1. október í Íþróttahöllinni á Akureyri geta keppendur, gestir og aðrir áhugasamir boðið í áritaðar keppnistreyjur þriggja fremstu körfuknattleiksleikmanna Íslands:

1) Glænýja Rytas Vilnius keppnistreyju Elvars Friðrikssonar, sem er nýgenginn til liðs við litháísku meistarana.

2) Keppnistreyju Hlyns Bæringssonar, atvinnumanns og landsliðsfyrirliða til margra ára

3) Síðast en ekki síst Zaragoza-keppnistreyju landsliðsmiðherjans og Þórsarans, Tryggva Hlinasonar!

Uppboðið hefst kl. 10:00 fimmtudaginn 29. september þegar 48 klukkustundir verða þangað til að flautað verður til leiks á Pollamótinu. Uppboðinu lýkur kl. 23:00 laugardaginn 1. október.

Allir áhugasamir geta boðið í treyjurnar með því að senda tölvupóst á pollamotkarfa@gmail.com eða hringja í Ragga (864-0102) eða Gumma (771-5707)