ÍR hefur samið við Tylan Birts fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Tylan er 25 ára, 198 cm bandarískur kraftframherji sem kemur til ÍR frá Flyers Wels í Austurríki, en ásamt því að hafa spilað þar hefur hann einnig leikið sem atvinnumaður í Georgíu frá því hann kláraði feril sinn með Barry U í bandaríska háskólaboltanum.