Tindastóll hefur endurnýjað samninga sína við sex leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Tveir þeirra eru reynsluboltarnir Helgi Rafn Viggósson og Axel Kárason, sem leikið hafa fyrir meistaraflokk félagsins síðustu ár, en fjórir þeirra, Orri Már Svavarson, Veigar Örn Svavarson, Eyþór Lár Bárðarson og Reynir Barðdal hafa verið að taka sínu fyrstu skref í meistaraflokki á síðustu misserum.

Aðspurður segist Dagur Þór Baldvinsson formaður félagsins spenntur fyrir vetrinum “Við leggjum mikla áherslu á að byggja á sterkum grunni heimamanna og erum stolt af þessum magnaða hóp. Framundan er án efa stórskemmtilegt tímabil og vil ég hvetja alla stuðningsmenn til að mæta vel á leiki í vetur, það er hvergi skemmtilegra að vera en í Síkinu þegar góð stemming myndast”