Þór Þorlákshöfn er úr leik í undankeppni FIBA Europe Cup eftir tap fyrir Petrolina AEK frá Kýpur fyrr í dag, 77-68, en leikurinn fór fram í Mitrovica í Kósovó.
Líkt og tölurnar gefa til kynna munaði ekki mjög miklu á liðunum í leiknum, þar sem að mesta forysta Petrolina í leiknum voru aðeins 11 stig, en þeir leiddu mest allan leikinn með tveimur til þremur körfum.
Atkvæðamestur fyrir Þór í leiknum var Fotios Lampropoulos með 18 stig, 7 fráköst og Alonzo Walker honum næstur með 16 stig og 8 fráköst.
Þór er því úr leik í keppninni, en Petrolina heldur áfram og mætir Antwerp Giants á morgun í undanúrslitum undankeppninnar.